Skip to main content
search
Fréttir

GÖNGUFERÐ Í MOSÓ

By 25. maí, 2007No Comments

Gönguhópur Samtakanna ´78 stendur fyrir göngu í Mosfellsdal næstkomandi sunnudag, hvítasunnudag.  Lagt verður af stað frá KFC í Mosfellsbæ og þaðan keyrt inn í dalinn.

Ferðin:
Ekið verður sem leið liggur upp í Mosfellsdal og beygt til hægri inn á afleggjara rétt neðan Gljúfrasteins og síðan gengið upp með Köldukvísl að Helgufossi. Umhverfi Helgufoss er náttúruperla sem er alltof fáum kunn þar sem m.a. er álfakirkja auk rústa sels og svitahofs frá ofanverðri síðustu öld. Vegalengdin er um 7 km fram og til baka og hækkun óveruleg.

Nú er bara að kíkja í Mosó á sunnudaginn og ganga þessa sjö kílómetra í rólegheitunum. Hittumst kl. 13:30 við KFC í Mosfellsbæ!

-Gönguhópur Samtakanna ´78

Leave a Reply