Skip to main content
Fréttir

HINSEGIN BÓKMENNTAGANGA

By 23. nóvember, 2006No Comments

Laugardaginn 25. nóvember býður Borgarbókasafn Reykjavíkur í Samvinnu við Samtökin ´78 upp á Hinsegin bókmenntagöngu um miðbæ Reykjavíkur. Þetta er í annað sinn sem slík ganga er farin, en vegna vinsælda fyrri göngunnar er nú boðið upp á hana aftur. Að þessu sinni endar gangan í félagsheimili Samtakanna ´78 að Laugavegi 3 þar sem Magga Stína mun flytja nokkur lög af disknum Magga Stína syngur Megas.

Laugardaginn 25. nóvember býður Borgarbókasafn Reykjavíkur í Samvinnu við Samtökin ´78 upp á Hinsegin bókmenntagöngu um miðbæ Reykjavíkur. Þetta er í annað sinn sem slík ganga er farin, en vegna vinsælda fyrri göngunnar er nú boðið upp á hana aftur.

Lagt verður af stað úr Grófinni milli Tryggvagötu 15 og 17 klukkan 14:00 og gengið um miðborgina með þeim Úlfhildi Dagsdóttur og Felix Bergssyni. Gangan tekur um einn og hálfan tíma og endar í félagsheimili Samtakanna ’78 þar sem Magga Stína syngur nokkur lög af nýju plötunni Magga Stína syngur Megas.

Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir og er þátttaka ókeypis.

 

Magga Stína tekur nokkur lög í lok göngu.

 

 

Leave a Reply