Skip to main content
search
Fréttir

Málstofa: – Hverju þarf að breyta í stjórnarskránni

By 14. janúar, 2005No Comments

Tilkynningar Miðvikudaginn 19. janúar kl. 12:15-13:30, verður haldin málstofa í Lögbergi stofu 101.

Málshefjendur verða alþingismennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Bjarni Benediktsson, en málstofan er haldin í tengslum við kennslu á námskeiði í stjórnskipunarrétti og ágripi þjóðaréttar.

Fundarstjóri er Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ.

Fjallað verður um hvort nauðsynlegt er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands til þess að hún standi undir hlutverki sínu sem kjölfesta íslenskrar stjórnskipunar, hvers vegna slíkra breytinga er þörf og hvaða þætti hennar beri að leggja sérstaka áherslu á í því sambandi.

Að loknum erindum málshefjenda verða fyrirspurnir og umræður.
Málstofan er opin öllum sem áhuga hafa á efninu.

Leave a Reply