Skip to main content
search
Fréttir

NOKKUR ERINDI UM FRÆÐSLUMÁL

By 12. desember, 2006No Comments

Laugardaginn 4. nóvember 2006 stóðu Samtökin ’78 fyrir opnu málþingi í Bláa lóninu með fulltrúum sveitarfélaga á suðvesturhorni landsins um fræðslumál. Ýmsir góðir gestir fluttu fróðleg erindi og má hlusta og horfa á nokkur þeirra með því að smella á tenglana hér fyrir neðan:

Baldur Þórhallsson prófessor fjallar um stefnu Háskóla Íslands
gegn  mismunun, ræðir á hvaða grunni stefnan byggir, markmið hennar og áhrif. Þá fjallar hann um það hvað sveitarfélög geta gert til þess að vinna gegn  mismunun og stuðla að jafnrétti, og fornvarnargildi slíks starfs.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður Samtakanna ´78 kynnir afstöðu og
stefnu Samtakanna ´78 hvað varðar fræðslu um samkynhneigð og jafnréttismál
framtíðarinnar.

Sara Dögg Jónsdóttir fyrrverandi fræðslufulltrúi Samtakanna ’78 og Þorvaldur
Kristinsson
fyrrverandi formaður Samtakanna ’78 segja frá sögu fræðslustarfs á vettvangi félagsins á undanförnum árum.

Leave a Reply