Skip to main content
Fréttir

Laugardagsfundur í safnaðarheimili Fríkirkjunnar – Samkynhneigð og fjölskyldan

By 7. nóvember, 2001No Comments

Tilkynningar Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra efna til fræðslufundar í safnaðarheimili Fríkirkjunnar, Laufásvegi 13, laugardaginn 17. nóvember kl. 15. síðdegis.

Fjölbreytt dagskrá

Harpa Njáls ræðir um markmið og starfsemi samtakanna, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson spjallar um samkynhneigð og fjölskyldulíf út frá sjónarhóli sóknarprests, Gospelsystur syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Ingibjörg Guðmundsdóttir kynnir sambærileg samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra erlendis, Felix Bergsson rifjar upp gamlar og nýjar sögur af börnum til fróðleiks og skemmtunar og Þorvaldur Kristinsson flytur stutt spjall sem hann kallar ?Að ala upp pabba og mömmu?.

Að lokum er efnt til pallborðsumræðna um sýnileika samkynhneigðra og fjölskyldna þeirra þar sem þau Harpa, Felix, Margrét, Hjörtur Magni og Þorvaldur skiptast á skoðunum við gesti.

Kaffiveitingar ? Allir velkomnir

Leave a Reply