Skip to main content
search
Fréttir

PRESTAR OG FORSTÖÐUMENN TRÚFÉLAGA FÁI HEIMILD TIL ÞESS AÐ STAÐFESTA SAMVIST

By 3. apríl, 2008No Comments

Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að heimila prestum, og forstöðumönnum skráðra trúfélaga sem hafa vígsluheimild, að staðfesta samvist samkynhneigðra para. Frumvarpið er lagt fram í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að heimila prestum, og forstöðumönnum skráðra trúfélaga sem hafa vígsluheimild, að staðfesta samvist samkynhneigðra para. Frumvarpið er lagt fram í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Síðast liðið haust samþykkti Kirkjuþing að heimila prestum Þjóðkirkjunnar, þeim sem það kjósa, að staðfesta samvist samkynhneigðra. Önnur trúfélög sem lýst hafa yfir vilja til þess að nýta slíka heimild eru Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjan í Hafnarfirði og Ásatrúarfélagið.

Verði frumvarpið að lögum verður enginn lagalegur munur á réttarstöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para. Frumvarp forsætisráðherra, taki það gildi sem lög frá Alþingi, markar því timamót í mannréttinda- og jafnréttismálum hér á landi. Því fagna Samtökin ´78 heilshugar. Félagið bendir þó um leið á þá þversögn að verði lögin samþykkt þá er engin þörf lengur á sérlöggjöf um staðfesta samvist og næsta skref hlyti að verða að sameina hjúskaparlöggjöf samkynhneigðra og gagnkynhneigðra í eina löggjöf og í einum lagabálki. Þar með væri skrefið stigið til fulls og öll sýnileg mismunun fyrir lögum væri úr sögunni. Frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur og fleiri þingmanna um slíka breytingu liggur nú fyrir á Alþingi.

Samkvæmt frumvarpi Forsætisráðherra eiga lögin að taka gildi þann 27. júní 2008, á alþjóðlegum mannréttindabaráttudegi samkynhneigðra.

Leave a Reply