Skip to main content
Fréttir

BORGARSTJÓRINN Í AMSTERDAM BEITIR SÉR Í MÁLEFNUM SAMKYNHNEIGÐRA

By 26. apríl, 2006No Comments

Borgarstjórinn í Amsterdam, Job Cohen, hefur skrifað starfsfélögum sínum í átta Evrópskum höfuðborgum bréf þar sem hann hvetur þá til þess að tryggja réttindi samkynhneigðra í hvívetna. Í bréfinu bendir hann á að andúð og jafnvel ofbeldi gagnvart samkynhneigðum virðist færast í vöxt um þessar mundir víða á meginlandi Evrópu.

Borgarstjórinn í Amsterdam, Job Cohen, hefur skrifað starfsfélögum sínum í átta Evrópskum höfuðborgum bréf þar sem hann hvetur þá til þess að tryggja réttindi samkynhneigðra í hvívetna. Í bréfinu bendir hann á að andúð og jafnvel ofbeldi gagnvart samkynhneigðum virðist færast í vöxt um þessar mundir víða á meginlandi Evrópu. Bréfið er ritað í kjölfarið á nokkrum alvarlegum árásum sem átt hafa sér stað í Amstardam að undanförnu.

 

Í bréfinu til borgarstjóranna í Varsjá, Prag, Lissabon, Dublin, Vín, Riga, Tallinn og Vilníus hvetur Cohen starfsfélaga sína í þessum borgum til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna sé höfð í heiðri gagnvart öllum mönnum, að beita pólitískum áhrifum sínum til þess að tryggja giftingar samkynhneigðra, og sjá til þess að fjöldasamkomur samkynhneigðra geti farið friðsamlega fram í þeim borgum sem þeir stjórna.

Gay pride ganga bönnuð

Í fyrra bannaði borgarstjórinn í Varsjá gay pride göngu þar í borg. Skipuleggjendur hennar hundsuðu hins vegar bannið og fór gangan að mestu friðsamlega fram.  Borgarstjórinn, Lech Kaczynski, fullyrti hins vegar við það tilefni að andúð gegn samkynhneigðum þekkist vart í landinu og því væri engin ástæða til þess að vekja athygli á lífsstíl samkynhneigðra með opinberum skrúðgöngum. Gangan hafi auk þess verið bönnuð vegna þess að skipuleggjendur hennar hafi láðst að fylla út umsókn um hana á réttan hátt. Lech Kaczynski hefur nú verið kjörinn forseti Póllands. 

 

-HTS

Leave a Reply