Skip to main content
search
Fréttir

KYNGERVI, MENNTUN OG MIÐLUN

By 31. janúar, 2007No Comments

Rannsóknarhópur í kynjafræðum við Kennaraháskóla Íslands gengst fyrir málstofu föstudaginn 2. febrúar kl 14:00- 16:00 í stofu K 205 í KHÍ. Þar munu fimm meðlimir hópsins flytja erindi og kynna rannsóknir sínar.

Dagskrá:

14:00 – 14:20 Þórdís Þórðardóttir, lektor við KHÍ: “Ég ætla að segja mig úr þessu feministakjaftæði”.

Fjallað er um könnun sem gerð var í Kennaraháskóla Íslands, haustið 2004 í því skyniað kanna áhuga 1. árs nema á kynjafræði sem námsgrein í kennaranámi. Í ljós kom að 90% kennaranema töldu þörf á kynjafræðimenntun í kennaranámi. Dregin verður upp mynd af reynslu kennara af þessum námskeiðum og hún sett í samhengi við niðurstöður framangreindrar könnunar.

14:30 – 14:45 Arna H. Jónsdóttir og Steinunn Helga Jónsdóttir, lektorar
við KHÍ: “Væntingar og veruleiki”.

Rannsókn á framhaldsnámi kvenna og karla á háskólastigi. Greint verður frá fyrstu hugmyndum rannsakenda um rannsókn á því m.a. hvað hvetur konur og karla til framhaldsnáms, bæði í Kennaraháskóla Íslands og öðrum háskólum.

Kaffihlé

15:00 – 15:25 Salvör Gissurardóttir, lektor við KHí: “Tæknisögur”.

Fjallað verður um sýn kvenna á tæknina og lýsingu þeirra á því hvernig þær takast
á við tölvu- og upplýsingatækni. Þessar sögur eru fengnar af hinum ýmsu
netmiðlum þar sem konur greina frá því hverjir hjálpa þeim og hvernig þeim
tekst að takast á við nýja tækni.

15:30 – 15:50 Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, bókmenntafræðinur og
verkefnastjóri SRR – Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf – KHÍ: “Það var í mér
hundur við allan lærdóm”.

Varpað verður ljósi á nokkrar myndir af kennurum og skólastarfi í
sjálfsævisögum og skáldsögum og þær myndir settar í bókmenntalegt og
samfélagslegt samhengi. Greint verður frá ríkjandi myndmáli, einkennum
þess og samhengi í frásögninni. Skrif um kennara einkennast oft af
karnivölskum og gróteskum lýsingum þar sem leitast er að brjóta niður og
afbyggja þá valdsmynd sem stéttin stendur fyrir.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og léttar
veitingar að dagskrá lokinni .

-KHÍ

 

 

 

Leave a Reply