Skip to main content
search
Fréttir

GRUNDVALLARSTEF Í SJÁLFSMYNDINNI

By 20. desember, 2005No Comments

Umbreytt kristin kynlífssiðfræði gengur ekki út frá hinu líkamlega sem andstæðu hins andlega og gengur gegn syndaskilningi hinnar kristnu kynlífshefðar sem skilur allt kynlíf í ljósi syndafallsins. Hún leggur áherslu á að sérhver manneskja hefur hlotið kynverund sína (sexuality) að gjöf frá Guði og er sem slík óendanlega stór og mikilvæg í augum Guðs. Kynverund manneskjunnar er að sama skapi hluti af órjúfanlegri heild hennar sjálfrar og grundvallarstef í sjálfsmynd hennar. Tilraunir til að viðurkenna þá staðreynd að fólk sé kynverur en jafnframt meina því að lifa sem slíkar eru guðfræðilega óásættanlegar og órökréttar í ljósi hinnar umbreyttu kristnu kynlífssiðfræði. Undir engum kringumstæðum verður hægt að smætta svo líf manneskjunnar að nokkur geti krafist þess af samkynhneigðum að þau lifi ekki sem kynverur.

Kristín Þórunn Tómasdóttir og Sólveig Anna Bóasdóttir í Morgunblaðinu í ágúst 2004.

Leave a Reply