Skip to main content
Fréttir

FSS – Gayday í Samtökunum ´78

By 20. október, 2004No Comments

Tilkynningar Þá er komið að næsta GayDay. Á morgun, fimmtudaginn 21. september kl. 20:00 í Samtökunum ´78 (Laugavegi 2, 4. hæð) verður leikhús-GayDay!

María Ellingssen kemur kl 20:00 og kynnir leikritið Úlfhams sögu sem hún leikstýrir. Einnig gæti verið að aðstoðarleikstjórinn Andri Snær Magnason líti við!

Úlfhams saga er mögnuð saga sem fjallar um hatur og ást, grimmd og fegurð. Þetta er saga um álög, galdra, svik og völd. Úlfhams saga er saga þeirra sem þola harðræði og grimmd en eygja von og leggja allt sitt undir til að sú von geti orðið að veruleika. Úlfhams saga lætur engan ósnortin.

Eftir kynningu og spjall við Maríu og Andra ætlar Þorvaldur, formaður Samtakanna ´78 að sýna nýju fólki bókasafnið og annað sem Samtökin hafa upp á að bjóða!

Að venju verða veitingar á stúdentaverði á GayDay! FSS

Leave a Reply