Skip to main content
search
Fréttir

VERALDLEG ATHAFNAÞJÓNUSTA SIÐMENNTAR

By 18. júní, 2008No Comments

Í síðasta mánuði hóf lífsskoðunarfélagið Siðmennt formlega athafnaþjónustu sína. Athafnirnar eru hugsaðar sem félagslegar athafnir fólks sem stendur utan trúfélaga, það er nafngiftir, fermingar, giftingar og útfarir. Siðmennt hefur alla tíð barist fyrir jöfnun réttindum fólks óháð kynhneigð og standa athafnir félagsins lesbíum og hommum til boða jafnt sem öðrum.

Í síðasta mánuði hóf lífsskoðunarfélagið Siðmennt formlega athafnaþjónustu sína. Athafnirnar eru hugsaðar sem félagslegar athafnir fólks sem stendur utan trúfélaga, það er nafngiftir, fermingar, giftingar og útfarir. Siðmennt hefur alla tíð barist fyrir jöfnun réttindum fólks óháð kynhneigð og standa athafnir félagsins lesbíum og hommum til boða jafnt sem öðrum. Árið 2005 veitti Siðmennt Samtökunum ´78 húmanistaviðurkenningu fyrir baráttu þess og framlag til mannréttinda á Íslandi.
 
Veraldlegar athafnir hafa nú tíðkast í nokkra tugi ára í nágrannalöndum okkar, sérstaklega í Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Belgíu og á Englandi. Þær eru einnig vel þekktar í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Slíkar athafnir njóta sívaxandi vinsældra og eru kærkominn valkostur í menningar- og fjölskyldulífi þeirra sem aðhyllast veraldlegar lífsskoðanir eins og húmanisma, skynsemishyggju, efahyggju eða vilja ekki tilheyra sérstakri trúarhreyfingu.
 Athafnir Siðmenntar eru opnar öllum sem vilja veraldlega athöfn. Allir athafnarstjórar félagsins hafa gengist undir námskeið sem hjá systurfélagi Siðmenntar í Noregi, en norska félagið hefur langa reynsla af slíku starfi. Hlutverk athafnastjórans er að leiða saman pör til giftingar, og veitir félagið þjónustuna óháð kynhneigð.

Þar sem félagið hefur ekki sömu lagalega réttindastöðu og trúarleg lífsskoðunarfélög getur það ekki gengið frá hinni lagalegu hlið giftinga. Pör sem gifta sig á vegum Siðmenntar þurfa því að fá borgaralega giftingu hjá sýslumanni, annað hvort áður eða eftir að athöfnin fer fram. Aðrar athafnir, það er nafngiftir, fermingar og útfarir, hafa hins vegar ekki lagalega þýðingu utan þess að nöfn barna þarf að skrá hjá Þjóðskrá eftir nafngjafarathöfn og útfarir þarf að framkvæma innan viss tímaramma og að gefnu dánarvottorði frá lækni. 

Nánari upplýsingar um þjónustu félagsins má fá á vefsíðu Siðmenntar.

 

 

 

Leave a Reply