Skip to main content
search
Fréttir

BÓKASAFN SAMTAKANNA ´78

By 5. september, 2008No Comments

Bókasafnið leitar eftir tveimur til þremur sjálfboðaliðum til að leggja starfinu lið í vetur. Vinnuframlag hvers og eins er ekki mikið, að meðaltali um 2 vaktir í mánuði.

Nýir starfskraftar óskast

Nú er vetrarstarfið á bókasafni félagsins að hefjast og nýtt efni berst reglulega, úrval bóka og myndbanda. Við hvetjum fólk til að líta reglulega við á safninu og kanna nýjan safnkost. Þar er margt að finna af efni, nýju og eldra sem hvergi er að finna á öðrum söfnum landsins eða á myndbandaleigum.

Bókasafnið leitar eftir 2–3 sjálfboðaliðum til að leggja starfinu lið í vetur. Vinnuframlag hvers og eins er ekki mikið, að meðaltali um 2 vaktir í mánuði. Æskilegt er að starfsmenn hafi nokkra þekkingu á safnkostinum og geti leiðbeint um hann án mikillar fyrirhafnar. Nokkur þekking á þjónustukerfinu Gegni er heldur ekki af hinu verra. Þau sem hafa áhuga á að slást í hópinn hafi samband við Þorvald Kristinsson í síma 562 9695 eða á torvald@islandia.is.

Samtökin ’78

Leave a Reply