Skip to main content
search
Fréttir

InterPride í Reykjavík – Glæsilegri ráðstefnu lokið

By 27. október, 2004No Comments

Frettir Dagana 7. ? 10. október var haldin í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna InterPride samtakanna. InterPride eru samtök félaga sem halda gay pride hátíðir um heim allan og eru Hinsegin dagar í Reykjavík eitt af 75 aðildarfélögum. Helsti tilgangur samtakanna er að vera vettvangur fyrir skipuleggjendur slíkra hátíða til þess að deila reynslu sinni og læra hver af öðrum. InterPride ákveður einnig hvar World pride hátíðin er haldin og ákveður einnig þema, nokkurs konar yfirskrift hátíðanna, ár hvert.

InterPride samtökin voru stofnuð árið 1981 í Bandaríkjunum sem grasrótarsamtök pride hátíða þar í landi. Í dag sækja yfir átján milljónir manna þær hátíðir sem aðildarfélögin standa að. Á ráðstefnuna á Íslandi mættu yfir hundrað þátttakendur frá þrjátíu og fimm hátíðum. Dagskrá helgarinnar var þéttskipuð og má þar nefna málþing um stöðu mannréttinda samkynhneigðra, tvíkynhnog transgender fólks (STK-fólks) víða um heim, fyrirlestra um minnihluta hópa inna samfélags STK fólks og námskeið í gerð og skipulanginu götu kabaretta. Ákveðið hefur verið að næsta Heims-pride verði haldið í Jerúsalem. Yfirskirft pride hátíðanna á næsta ári verður. ?Jafnrétti ? hvorki meira né minna?.(?Equal Rights ? No More ? No less?). Með því verður undirstrikað að aldrei megi mismuna fólki vegna kynþáttar, kynferðis, félagslegrar stöðu, trúar, kynhneigðar eða stöðu að öðru leyti.

Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði þingið og vakti ræða hennar gríðarlega athygli. Þetta er enda í fyrsta skipti sem þjóðhöfðingi eða fyrrverandi þjóðhöfði ávarpar InterPride ráðstefnu. Í ræðu sinni sagði Vigdís meðal annars:

Þið, fulltrúar á InterPride ráðstefnunni hér í Reykjavík, komið frá löndum þar sem mannréttindi eru lengst á veg komin í heiminum. Vissulega er talsverður munur milli landanna sem þið komið frá og jafnvel milli svæða innan þeirra. En í samanburði við ástandið í Austur Evrópu, Afríku og Asíu, þá hafið þið náð langt. Það er einmitt þess vegna sem aljóðleg samvinna eins og þessi, þvert á ólíka menningu og trú, er svo mikilvæg.

Í móttökuathöfn í ráðhúsinu ávarpaði borgarstjóri Þórólfur Árnason þingið og lýsti yfir ánægju sinni með að þingið skildi að þessu sinni haldið í Reykjavík. Reykjavíkurborg er stæðsti styrktaraðili Hinsegin daga og InterPride ráðstefnunnar á Íslandi.

Leave a Reply