Skip to main content
search
Fréttir

SAMTÖKIN ´78 HLJÓTA BJARTSÝNISVERÐLAUN FRAMSÓKNARFLOKKSINS

Samtökin ´78 hlutu um liðna helgi bjartsýnisverðul Framsóknarflokksins fyrir baráttu fyrir mannréttindum á Íslandi. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður félagsins veitti verðlaununum viðtöku fyirr fullu húsi og risu menn úr sætum og klöppuðu vel og lengi. Hrafnhildur þakkaði sérstaklega fyrir þann stuðning sem málstaður samkynhneigðra hefur hlotið meðal framsóknarmanna, en minnti jafnframt á að baráttunni væri ekki lokið, þó lagalegu jafnrétti væri náð, því mannréttindum þyrfti ætið að viðhalda.

Samtökin ´78 hlutu um liðna helgi bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins fyrir baráttu fyrir mannréttindum á Íslandi. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður félagsins veitti verðlaununum viðtöku fyirr fullu húsi og risu menn úr sætum og klöppuðu vel og lengi. Hrafnhildur þakkaði sérstaklega fyrir þann stuðning sem málstaður samkynhneigðra hefur hlotið meðal framsóknarmanna, en minnti jafnframt á að baráttunni væri ekki lokið, þó lagalegu jafnrétti væri að mestu náð, því mannréttindum þyrfti ætið að viðhalda.

Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins hafa nú verið veitt í rúman áratug. Þau voru fyrst veitt 1996 en að baki lá samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins 1994 þar sem samþykkt var í flokksmálaályktun ” að koma á fót verðlaunum sem veitt verði aðilum utan flokksins sem hafa lagt eitthvað jákvætt að mörkum til íslensks samfélags”.

Verðlaunin hafa verið veitt bæði fyrirtækjum og félagasamtökum á þessum árum. Þau eru veitt á flokksþingum sem haldin eru annað hvert ár. Framkvæmdastjórn flokksins ákveður hver fær þau og á meðal fyrri verðlaunahafa eru Kvenfélagið Hringurinn, Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna og Latibær hf.

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar afhenti verðlaunin en þeim fylgir gripur sem verðlaunahafi fær til eignar.

 

Leave a Reply