Skip to main content
search
Fréttir

Bókmenntakvöld KMK

By 6. desember, 2004No Comments

Tilkynningar Bókmenntakvöld KMK verður laugardaginn 11.desember í Regnbogasal Samtakanna ´78. Í ár munu a.m.k. fimm fagrar konur lesa úr verkum sínum en þær eru:

Auður Ólafsdóttir les upp úr Rigning í Nóvember
Kristín Ómarsdóttir les úr bók sinni Hér
Þórdís Björnsdóttir mun lesa úr Ást og Appelsínur
Ásdís Óladóttir les úr nýútkominni ljóðabók sinni
Guðrún Eva Minervudóttir gefur það ekki upp strax hvaða verki hún mun lesa úr, öllum til ómældrar forvitni…

Kristín og Rúna munu loks bregða á leik og kveðast á með rímum sín á milli. Ýmislegt fleira skemmtilegt verður á boðstólum en slíkt verður þú sjálf að bera vitni að með því einu að mæta.

Kynnir kvöldsins verður hin bráðskemmtilega Sigríður Birna Valsdóttir.

Húsið opnar kl. 20.00 en dagskrá hefst kl. 20.30

-KMK (konur með kilju)

Leave a Reply