Skip to main content
search
Fréttir

Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf: – Kvikmyndakvöld

By 18. október, 2004No Comments

Tilkynningar Á næsta fundi ÁST, sunnudaginn 7. nóvember klukkan 17:00 í félagsheimili Samtakanna ´78, verður sýnd hina frábæra mynd kanadíska leikstjórans Denys Arcand ?Jesus of Montreal?

Myndin segir frá hópi leikara sem tekur að sér að uppfæra helgileik um efni guðspjallanna. Leikararnir fara sínar eigin leiðir í túlkuninni og draga í efa ýmsar viðteknar skoðanir á Jesú. Við það mætir hann andstöðu forystu rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Leikhópurinn verður hins vegar gagntekinn af viðfangsefninu og efni guðpjallanna raungerist í lífi leikaranna, einkum aðalleikarans Daníels sem leikur Jesú Krist.

ATH. Myndin tekur ca.120 mínútur í sýningu.

Það hefur verið gestkvæmt hjá Áhugahópi samkynhneigðra um trúarlíf – ÁST í vetur og mun hópurinn halda áfram að fá til sín góða gesti. Að venju ráða gestir umræðuefninu svo það er spennandi að vita hvað hver og einn velur sér.Því er um að gera að fylgjast vel með tilkynningum um fundina.Fundir ÁST eru á sunnudögum kl.17.00.Staðfest dagskrá hópsins fram til jóla lítur svona út:

07.11. kl.17.00 Videokvöld – Myndin “Jesus of Montreal” sýnd
21.11. kl.17.00 Gestur: Sólveig Anna Bóasdóttir doktor
05.12. kl.17.00 Gestur: Séra Örn Bárður Jónsson
12.12. kl. 20.00 Regnbogamessa í Langholtskirkju (Sjá nánari kynningu þegar nær dregur)
19.12. kl.17.00 Aðventustund (gestur kynntur þegar nær dregur)

ÁST er ekki bara fyrir þá er játa kristna trú heldur alla sem áhuga hafa á trúmálum, hverrar trúar sem þeir eru.Þeir sem hafa áhuga á að vera á póstlista ÁST eða vilja fá nánari upplýsingar um starfsemina og/eða gerast virkir þátttakendur vinsamlegast snúi sér til skrifstofu Samtakanna 78. -Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf

Leave a Reply