Skip to main content
search
Fréttir

Thorvaldsenbar – Skjöldur Eyfjörð opnar myndlistarsýningu

By 14. ágúst, 2005No Comments

Frettir Laugardaginn 13. ágúst opnaði Skjöldur Eyfjörð myndlistarsýningu á Thorvaldsenbar við Austurstræti í Reykjavík. Sýningin kallast Töfragarðurinn og mun standa í einn mánuð. Þetta er önnur myndlistarsýningin sem Skjöldur heldur um dagana, en í þetta sinn sýnir hann tuttugu og eina mynd sem allar eru til sölu.

Skjöldur hefur málað eins lengi og hann man eftir sér. ?Ef ég er ekki að mála sjálfan mig eða aðra, þá er ég að mála myndir eða jafnvel hár, því að þetta er það sem ég vil gera.? Og um sýningu sína segir Skjöldur: ?Blóm og náttúra eru mér ofarlega í huga þessa stundina. Ég er eitthvað svo rómantískur, enda ástfanginn, og þetta er angi af því, eintóm rómantík, blóm, gleði og fegurð.?

Við hvetjum lesendur vefsíðunnar til að líta við á Thorvaldsenbar og njóta þess sem Skjöldur býður upp á, því að heimsóknin er sannarlega þess virði. Til hamingju, Skjöldur, og gangi þér vel í myndlistinni.

?ÞK

Leave a Reply