Skip to main content
Fréttir

DAG HAADE: GAGNKYNHNEIGÐUR H. C. ANDERSEN: SAGA AF TILBÚNINGI

By 21. nóvember, 2006No Comments

Þessi litli fyrirlestur bíður upp á skemmtilega og íróníska frásögn af áfalli sem hin danska þjóð varð fyrir vegna kvenleika og karlaástar H. C. Andersens. Undanfarin 150 ár hefur kvenleiki þessa þjóðaríkons Dana og skortur á kynferðislegum samböndum þess við konur verið aumur blettur á danskri þjóðarsál. Reynt hefur verið að bregðast við vandanum með ýmsum karlmennskueflandi og gagnkynsstyrkjandi tilbúningi, sem enn er við lýði í rannsóknum og miðlun þeirra á 21. öld. Það gengur ekki að hafa þjóðskáld með kvenlegt yfirbragð, jafnvel ekki í hinni umburðarlyndu Danmörku (samkvæmt sjálfsskilningi Dana). Kannski liggja mörk hins fræga danska frjálslyndis einmitt um H. C. Andersen.

Dag Heede er mag. art. og Ph.D. í bókmenntafræði og lektor í Dönsku við Syddansk Universitet (Odense). Hann er höfundur bóka um franska heimspekinginn Michel Foucault og dönsku höfundana Karen Blixen og Hermann Bang. Í fyrra kom út bók eftir hann undir titlinum: Hjartabræður. Stríðið um kynhneigð H. C. Andersens.

Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku / forelæsningen holdes på dansk
Allir velkomnir!

Staður: Aðalbygging, stofa 111
Vefslóðir: infovigdis.hi.is og
http://www.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?detail=1008188&name=frettasida

 

Leave a Reply