Skip to main content
Fréttir

Þorvaldur Kristinsson sæmdur fálkaorðunni

By 21. júní, 2004No Comments

Frettir Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna ´78, var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní síðastliðinn fyrir störf að réttindamálum samkynhneigðra. Að þessu sinni hlutu þrettán Íslendingar viðurkenninguna og afhenti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, orðuna við athöfn á Bessastöðum.

Þykir þetta mikil viðurkenning á störfum Þorvaldar og réttindabaráttu samkynhneigðra almennt. Einnig er þetta staðfesting á þeim ávinningi sem sú barátta hefur skilað á undanförnum áratugum. Vill stjórn félagsins og framkvæmdastjóri þess óska Þorvaldi til hamingju með viðurkenninguna.

-AH

Leave a Reply