Skip to main content
search
Fréttir

SJÖUNDI HVER HOMMI HEFUR ORÐIÐ FYRIR ÁREITI VEGNA KYNHNEIGÐAR

By 17. október, 2007No Comments

Samkvæmt rannsókn sem samtök homma og lesbía í Danmörku, LBL, unnu í samvinnu við danska sjónvarpið og einkamálasíðuna boyfriend.dk er um það bil sjöundi hver hommi í Danmörku fórnarlamb hatursglæps. Samtök samkynhneigðra hveta homma og lesbíur til þess að kæra alla hatursglæpi til lögreglunnar. Samkvæmt rannsókn sem samtök homma og lesbía í Danmörku, LBL, unnu í samvinnu við danska sjónvarpið og einkamálasíðuna boyfriend.dk er um það bil sjöundi hver hommi í Danmörku fórnarlamb hatursglæps. Hatursglæpir eru skilgreindir sem áreiti eða ofbeldi gagnvart einstakling eingöngu vegna kynhneigðar, trúar eða litarháttar viðkomandi.

Rannsóknin fór þannig fram að allir notendur einkamálasíðunnar boyfriend.dk fengu sendan spurningalista frá stjórnendum síðunnar þar sem spurt spurt var hvort þeir hefðu orðið fyrir tilefnislausu áreiti eða ofbeldi frá ókunnugum vegna kynhneigðar sinnar. Ellefu þúsund svör bárust á tveimur vikum og kom í ljós að tólf af hundraði höfðu orðið fyrir ofbeldi. Niðurstöður annarra rannsókna sýna hins vegar að einungis tvö prósent allra dana eru fórnarlömb hatursglæpa.

“Við getum ekki beðið eftir því að aðrir gangi í málið fyrir okkur. Við verðum sjálf að axla ábyrgð og kæra alla hatursglæpi til lögreglunnar. Því fleiri kærur sem lögreglan fær, því auðveldrara er að benda á raunverulega stærð vandamálsins og krefjast þess að yfirvöld taki þesar árásir alvarlega” segir Kim Foss Lund, talsmaður LBL og hvetur alla samkynhneigða sem hafa orðið fyrir hatursglæp, að kæra til lögreglunnar.

-KJ

Heimild: LBL

Leave a Reply