Skip to main content
Fréttir

Námskeið í Háskóla Íslands – Hinseginlíf og hinseginbarátta

By 1. janúar, 2003No Comments

Tilkynningar Félagsvísindadeild Háskóla Íslands óskar Samtökunum ´78 til hamingju á merkum tímamótum. Á afmælisári félagsins býður félagsvísindadeild upp á sitt fyrsta námskeið á sviði hinsegin fræða. Hér fer stutt lýsing á námskeiðinu sem kennt er á vegum Kynjafræða:

Hinseginlíf og hinseginbarátta

Vormisseri 2003

Umsjón: Rannveig Traustadóttir, dósent, og Þorgerður Einarsdóttir, lektor.

Í námskeiðinu verður ljósi varpað á sögu samkynhneigðra, hreyfingu þeirra og baráttu í íslenskum samtíma og hún sett í alþjóðlegt samhengi. Fjallað verður um Stonewall-átökin, sem marka upphaf frelsishreyfingar samkynhneigðra 1969 og aðrar mikilvægar vörður í réttindabaráttunni. Menningarlegir og félagslegir þætti eins og sjálfsmynd og sýnileiki verða skoðaðir, kynntar kenningar um mótun kynferðis og kyngerva (sex og gender) og kyngervisusla (gender trouble). Þá verður sjónum beint að lagaumhverfi og réttarstöðu samkynhneigðra, svo sem lögum um staðfesta samvist og ættleiðingar. Skoðað verður hvernig ýmsar stofnanir samfélagsins taka á samkynhneigð, svo sem skólakerfið og kirkjan. Þá verður fjallað um fjölskyldur samkynhneigðra (samkynhneigð pör/foreldrar/börn) og loks verður umræðan um HIV og alnæmi skoðuð.

Námskeiðið er kennt á vormisseri 2003 og verður í formi fyrirlestra og málstofu. Fjölmargir gestafyrirlesarar taka þátt í námskeiðinu. Námsmat er málstofuverkefni og ritgerð. Kennt er síðdegis á miðvikudögum frá 15. janúar. (3e)

Leave a Reply