Skip to main content
search
Fréttir

Tilboð til félagsmanna: – Vegurinn brennur

By 21. janúar, 2004No Comments

Tilkynningar Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson, Vegurinn brennur, var frumsýnt á Smíðaverkstæðinu föstudaginn 9. janúar. Leikstjóri er Viðar Eggertsson.

Dagar góðæris og þenslu…: Meðan Örn stendur í stórræðum sem bæjarstjóri norður í landi, stendur eiginkona hans á krossgötum í höfuðborginni og Kristján bróðir hans einbeitir sér að því að hjálpa syni sínum, Sigurði, að fóta sig að nýju eftir meðferð. Þegar Inga, kærasta Sigurðar, byrjar að vera með Hönnu, dóttur Arnar, brjótast hins vegar út heiftarleg átök á milli persónanna; stríð sem vofði yfir og rekur upphaf sitt langt aftur í tímann.

Vegurinn brennur er kraftmikið verk um íslenskt nútímafólk, persónur sem við þekkjum öll og ákafa leit þeirra að samastað í lífinu.

Leikendur eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurðarson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson.

Tilboðsverð til félagsmanna Samtakanna ´ 78 á leikritið Vegurinn brennur sem sýnt er á Smíðaverkstæðinu þessa dagana gildir á tvær næstu sýningar: Laugardaginn 24.jan & Laugardaginn 31.jan.

Miðaverð til félagsmanna á þessi sýningarkvöld er 2000 kr. Almennt miðaverð er 2500 kr.

Þeir sem hyggjast nýta sér tilboðið eru beðnir að hafa samband við Kristínu Eysteinsdóttur í síma 585 1241 eða 892 2122.

Leave a Reply