Skip to main content
Fréttir

Réttindi samkynhneigðra í Fríkirkjunni í Reykjavík

By 12. janúar, 2006No Comments

Undanfarið hefur töluverð umræða farið fram í samfélaginu um réttarstöðu samkynhneigðra. Fyrir alþingi liggur lagafrumvarp sem miðast að því að bæta réttarstöðu þeirra með breytingu ýmissa laga. Einnig hafa ummæli Biskups Íslands bæði í nýárspredikun sinni sem og við fjölmiðla kallað á viðbrögð fólks. Sunnudagsmessan kl. 14:00 verður helguð réttindabaráttu samkynhneigðra.

Fréttatilkynning frá Fríkirkjunni í Reykjavík:

Undanfarið hefur töluverð umræða farið fram í samfélaginu um réttarstöðu samkynhneigðra. Fyrir alþingi liggur lagafrumvarp sem miðast að því að bæta réttarstöðu þeirra með breytingu ýmissa laga. Einnig hafa ummæli Biskups Íslands bæði í nýárspredikun sinni sem og við fjölmiðla kallað á viðbrögð fólks.

Sunnudagsmessan kl. 14:00 – verður helguð réttindabaráttu samkynhneigðra.

Ætlunin er að eiga friðsæla, bæna og íhugunarstund þar sem þessi mál eru borin upp í Guðs helgidómi í trú von og kærleika.

Þau Ragnhildur Sverrisdóttir og Sigursteinn Másson munu stíga í predikunarstól og flytja predikunarorð ásamt safnaðarprestum. Landsþekktir tónlistarmenn munu flytja tónlist. Meðal annarra gesta verða þær Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Mónika Abendroth hörpuleikari.

Önnur tónlist verður í höndum Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möller auk Fríkirkjukórsins.
Fríkirkjuprestarnir Hjörtur Magni Jóhannsson og Ása Björk Ólafsdóttir munu þjóna fyrir altari.

Safnaðarráð Fríkirkjunnar býður upp á kirkjukaffi og meðlæti í safnaðarheimili Fríkirkjunnar að Laufaásvegi 13, að lokinni messu.´Allir hjartanlega velkomnir!

-Fríkirkjan í Reykjavík

Leave a Reply