Skip to main content
search
Fréttir

SJÖ-NÍU13 KEMUR ÚT ÚR SKÁPNUM

By 21. júní, 2008No Comments

Samkynhneigðir og vinir þeirra í Reykjavík hafa eignast nýjan skemmtistað. Hinn hrái og töffaralegi staður Sjö-níu13 á Klapparstíg 27 er kominn út úr skápnum og ætlar að fagna því að vera öðruvísi og hinsegin. Er hann kærkominn viðbót við hinsegin skemmtanamenninguna í borginni, en fyrir er Q-bar sem rekinn hefur verið með miklum metnaði undanfrin misseri. Sjö-níu13 ætlaður fyrir um 300-500 manns, svo að þar með er kominn einn sá stærsti yfirlýsti hinsegin skemmtistaður í sögu hinsegin skemmtanamenningarinnar í borginni.

Samkynhneigðir og vinir þeirra í Reykjavík hafa eignast nýjan skemmtistað. Hinn hrái og töffaralegi staður Sjö-níu13 á Klapparstíg 27 er kominn út úr skápnum og ætlar að fagna því að vera öðruvísi og hinsegin. Er hann kærkominn viðbót við hinsegin skemmtanamenninguna í borginni, en fyrir er Q-bar sem rekinn hefur verið með miklum metnaði undanfrin misseri. Sjö-níu13 ætlaður fyrir um 300-500 manns, og þar með er kominn einn sá stærsti yfirlýsti hinsegin skemmtistaður í sögu hinsegin skemmtanamenningarinnar í borginni.

Búið er að koma upp öflugu hljóðkerfi, öflugum diskóljósum, laiser og róbots, auk ómissandi reykvélar til að bæta aðeins á dramatíkina. Staðurinn er í raun búinn að vera í felum um nokkurt skeið en hefur nú loksins áttað sig á því að hann er gay og vill skemmta sér með sínu fólki og vinum þeirra. Til að byrja með verður staðurinn opinn frá fimmtudögum til sunnudaga. Ætlunin að hafa fimmtudagana mjög afslappaða og þægilega, og þá er tilvalið að hitta vini og kunningja og hita upp fyrir helgina. Á föstudögum er DJ Amman húsplötusnúðinn og mun reiða fram tónlist sem gaman er að dansa við. Á laugardögum verður bryddað upp á stærri þematengum viðburðum og gestaplötusnúðum sem sýna okkur hvað þeir eru með í pokahorninu. Hugmyndin er að skapa litríka og skemmtilega karnival stemningu inni á staðnum – jákvætt og skemmtilegt andrúmsloft. Á sunnudögum er svo kominn tími til að slappa aðeins af „tjúna sig niður“ eftir helgina og hafa það gott í þægilegum sætum.

Í samstarfi við Samtökin ´78 og fleiri samtök samkynhneigðra og tvíkynhneigðra ætlar staðurinn að bjóða fólki með félagsskírteini upp á gleðistundir öll kvöld auk þess sem sérstök tilboð munu verða á boðstólnum í tengslum við þemakvöld og aðra viðburði.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir annast Ísar Logi Arnarsson á netfangiðu isar_arnarsson@yahoo.co.uk eða í síma 692 885

 

 

Leave a Reply