Skip to main content
search
Fréttir

FROSTRÓSIR – ÍSLENSKU DÍVURNAR 2003

By 5. desember, 2003No Comments

Tilkynningar FROSTRÓSIR – ÍSLENSKU DÍVURNAR 2003

Eftir mjög vel heppnaða tónleika með Íslensku Dívunum fyrir síðustu jól og plötu sem seldist í um 6000 eintökum, hefur verið ákveðið að efna til annarra jólatónleika, 18. og 19. desember. Tónleikarnir í fyrra voru afar glæsilegir og auðvitað er stefnt að því að gera enn betur í ár.

Dívurnar þetta árið eru þær Margrét Eir, Eivör Pálsdóttir, Guðrún Árný, Ragheiður Gröndal og Védís Hervör. Einnig verður hann Maríus Sverrisson gestasöngvari. Maríus hefur verið að slá í gegn í söngleikjum í Evrópu og mun heimkoma hans í þetta verkefni vafalaust vekja mikla athygli.

30 manna stórhljómsveit, skipuð félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og öðrum af landsins bestu hljóðfæraleikurum kemur fram með dívunum auk félaga úr karlakór Fóstbræðra, Vox feminae, Stúlknakór Reykjavíkur og Gospelröddunum, alls hátt í 200 manns. Verða því þessir tónleikar einir þeir alstærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi.

Í fyrra seldist upp á einum degi. Nú verða tónleikarnir Grafarvogskirkju, stærstu kirkju landsins, þann 18. des kl. 20:00 og þann 19. des kl. 21:00.

Við hvetjum fólk til að missa ekki af einum alstærsta tónlistarviðburði ársins!

Allar nánari upplýsingar hjá 1001 nótt í síma 517-1001

Leave a Reply