Skip to main content
search
Fréttir

SIGRAR ÁSTIN ALLT? UM RÁÐGJAFAR- OG SJÁLFSHJÁLPARBÆKUR FYRIR FJÖLSKYLDUR SAMKYNHNEIGÐRA

By 9. apríl, 2008No Comments

Föstudaginn 11. apríl heldur Annadís Greta Rúdólfsdóttir fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum fyrirlestraraðar Samtakanna ´78, Með hinsegin augum. Í fyrirlestri sínum fjallar Annadís um rannsókn þeirra Victoriu Clarke á inntaki fjölmargra bóka sem hafa að geyma fróðleik og ráðleggingar til aðstandenda lesbía og homma. Þar er meðal annars skoðað hvernig samkynhneigð er skýrð og skilgreind í þessum bókum og hvaða ráðleggingar aðstandendur fá um samskipti sín við samkynhneigða og oft fordómafullt samfélag.

Föstudaginn 11. apríl heldur Annadís Greta Rúdólfsdóttir fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum fyrirlestraraðar Samtakanna ´78, Með hinsegin augum. Annadís lauk doktorsprófi í félagssálfræði frá London School of Economics and Political Science og er nú lektor í þeirri grein við University of the West of England í Bristol. Hún hefur m.a. rannsakað kynjaðar myndir sjálfsins í minningargreinum, kvenímyndir fegurðarsamkeppna svo og skilgreiningar á móðurhlutverkinu og áhrif þeirra á sjálfsmynd ungra kvenna. Í fyrirlestri sínum fjallar Annadís um rannsókn þeirra Victoriu Clarke á inntaki fjölmargra bóka sem hafa að geyma fróðleik og ráðleggingar til aðstandenda lesbía og homma. Þar er skoðað hvernig samkynhneigð er skýrð og skilgreind í þessum bókum og hvaða ráðleggingar aðstandendur fá um samskipti sín við samkynhneigða og oft fordómafullt samfélag. Hvaða hugmyndafræði liggur hér að baki og hvernig sjá sjálfshjálparbækurnar hið pólitíska og samfélagslega samhengi? Hversu róttæk og frelsandi eru sóknarfærin sem slíkar bækur benda á?

Fyrirlesturinn er fluttur í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12:15 á hádegi. Að þeim loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram fyrirspurnir og taka þátt í stuttum umræðum.

 

Leave a Reply