Skip to main content
Fréttir

Ungliðahreyfingin Revolta – Aðalfundur 12. október

By 20. september, 2001No Comments

Tilkynningar

Ungliðahreyfingin Revolta

Aðalfundur Revolta verður haldinn föstudagskvöldið 12. október.

Húsið er opnað kl. 20 en fundurinn hefst stundvíslega kl. 21.

Á fundinum verður fjallað um störf Revolta síðastliðið ár og fjallað um framtíðina, kynnt verða ný lög hreyfingarinnar og þau borin upp til samþykktar. Síðan verður kosið í stjórn og loks verða umræður um starfið í vetur.

Til að eiga aðgang að aðalfundinum og njóta þar kosningaréttar og kjörgengis þurfa gestir núna að greiða félagsgjald sem verður innheimt við innganginn. Félagsgjaldið er 200 kr. Félagsgjald er orðið lífsnauðsynlegt starfseminni því að tekjur hreyfingarinnar eru hverfandi litlar og það kostar sitt að halda úti vefsíðu, framleiða auglýsingar og kynningar.

Sjá nánar á run.to/revolta.

Leave a Reply