Skip to main content
Fréttir

Spánn – Hjónabönd samkynhneigðra lögleidd

By 30. júní, 2005No Comments

Frettir Efri deild spænska þingsins samþykkti í dag lagafrumvarp sem heimilar hommum og lesbíum að ganga í hjónaband og ættleiða börn. Kaþólska kirkjan hefur mótmælt lagasetningunni harðlega og nýlega efndi hún til mótmælagöngu í Madríd til þess að reyna að koma í veg fyrir hana. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild þingsins með 187 atkvæðum af 350. 147 þingmenn greiddu atkvæði gegn því og fjórir sátu hjá. Það var ríkisstjórn Sósíalistaflokksins sem lagði frumvarpið fram en hún hefur mikið beitt sér í jafnréttismálum frá því að hún komast til valda.

-HTS

Leave a Reply