Skip to main content
search
Fréttir

ALLIR Á GÆGJUM

By 12. desember, 2005No Comments

Það sitja allir, á þessum smástöðum úti á landi og líka í smástaðnum Reykjavík, á gægjum. Fylgjast með. Til dæmis ef einhver er á labbi með mér á götu, þá er viðbúið að hann verði álitinn hommi. Þetta er nú einu sinni svona! Svo mjög verð ég var við þetta að mér er meinilla við að labba með fólki úti á götu. Ég var með Benna bróður mínum í Klúbbnum um daginn. Þá rauk náungi á mig og sagði: „Helvítis svínið þitt, þú er búinn að pikka þér einn sætan.“ Ég spurði við hvað hann ætti. Þá benti hann á Benna og sagði: „Þykir þér þessi sætur, ertu ánægður með að fá hann í rúmið með þér?“ Ég sagðist ekki hafa hugsað það langt með hann. Aftur á móti væri þetta mitt mál, ekki hans. Ef hann ætlaði að gerast riddari á hvítum hesti og bjarga Benna, þá ætti hann frekar að snúa sér til hans og vara hann við.

Hörður Torfason í Samúel, 1975.

Leave a Reply