Skip to main content
Fréttir

Spánn – Hjónabönd samkynhneigðra lögleidd

By 21. september, 2004No Comments

Frettir Útlit er fyrir að giftingar samkynhneigðra verði leyfðar á Spáni innan aðains nokkura vikna. Samkvæmt heimildum mun ríkisstjórn landsins ætla að leggja þetta til á fundi sínum þann 1. október næst komandi.

Stuttu eftir að jafnaðarmannflokkur Jose Luis Rodriguez Zapatero vann óvæntan sigur í þingkosningunum fyrr á þessu ári lýsti hinn nýi forsætisráðherra því yfir að ríkisstjórnin stefndi að fullu jafnrétti samkynhneigðum til handa. Var þar um að ræða algjöra kúvendingu frá stefnu hægri stjórnarinnar sem á undan sat. Ætlunin er að lögleiða hjónabönd lesbía og homma að fullu og því verður ekki um að ræða staðfesta samvist eins og víðast tíðakast. Lögleiðing hjónabanda samkynhneigðra er aðeins einn liður af mörgun í jafnréttisáætlun stjórnarinnar. Samhliða verður unnið að jafnrétti annara hópa og er þess til dæmis beðið að stjórnin kynni róttæka löggjöf til þess að vinna að jafnrétti kynjanna.

Viðhorf almennings á Spáni til samkynhneigðra hefur lengi verið mun jákvæðara en meðal annara kaþólskra landa og er líkast því sem einna best þekkist í Norður Evrópu. Þanning sýna nýlegar kannanir að um 70% þjóðarinnar eru hlynt rétti samkynhneigðra til að ganga í hjónaband.

-HTS

Leave a Reply