Skip to main content
search
Fréttir

ÁRSHÁTÍÐ FSS

By 23. febrúar, 2006No Comments

Árshátið FSS verður haldin á Kaffi Reykjavík þann 3. mars næstkomandi.

Munum við hittast í fordrykk kl. 19:30 á kaffi Reykjavík og aðalfundur og árshátíð mun hefjast kl. 20:00

FSS-arar munu geta valið á milli tveggja matseðla og viljum við að fólk sendi okkur póst á netfangið gay@hi.is hvorn matseðilinn það kýs.

Matseðill A:
Humarsúpa;
Nautalundir með piparsósu “madagaskar”;
Vanilluís með berjablöndu.
Kr 4700.- nett

Matseðill B:
Risahörpuskel með graskersmús og humarkjarna;
Kjúklingabringa með rösti kartöflu og kóríandersósu;
súkkulaðikaka með ís
Kr 4000.- nett

Verð fyrir hvern FSSara verður þó ekki nema 3000 kr. og Landsbankinn
niðurgreiðir verð um 1000 kr fyrir þá sem eru í viðskiptum við bankann. Fyrir aðra mun verðið vera 4000. Greiðsla  þarf að hafa borist 1.mars en eftir það mun verð hækka í 4500 kr. Fyrir alla

Yfir borðhaldi fara fram hin hefðbundnu aðalfundarstörf;
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla fráfarandi stjórnar
Skoðaðir reikningar lagðir fram
Lagabreytingar
Kosning formanns
Kosning fjögurra stjórnarmeðlima
Kosning tveggja varamanna stjórnar
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
Önnur mál
Auk þess verða hin ýmsu skemmtiatriði á dagskrá eins og veglegri árshátíð sæmir.

Á eftir eftiréttinum verður síðan gay ball á kaffi Reykjavik á vegum HinBíó.

Eins og venja er til verða kosningar á aðalfundi. FSS lýsir eftir áhugasömum einstaklingum til að bjóða sig fram í eftirfarandi embætti: Formann FSS, stjórn, varamenn í stjórn og skoðunarmenn reikninga. Ef þið hafið áhuga, sendið þá vinsamlega póst á gay@hi.is með nafni, kennitölu og hvaða embætti sóst er eftir…

Frábær skemmtun með frábæru fólki. Mætum öll og skemmtum okkur saman!

-FSS

 

Leave a Reply