Skip to main content
Fréttir

NÚ VERÐA ALLR AÐ TAKA FRAM GÖMLU MYNDAALBÚMIN

By 20. nóvember, 2007No Comments

Samtökin ´78 hyggjast gefa út sérstakt afmælisrit í tilefni af 30 ára afmæli sínu á næsta ári. Vegna þess viljum við biðja alla vini og velunnara félagsins sem luma á myndum sem tengjast sögu samtakanna eða lífi samkynhneigðra á Íslandi að setja sig í samband við skrifstofu Samtakanna ´78.

Samtökin ´78 hyggjast gefa út sérstakt afmælisrit í tilefni af 30 ára afmæli sínu á næsta ári. Vegna þess viljum við biðja alla vini og velunnara félagsins sem  luma á myndum sem tengjast sögu samtakanna eða lífi samkynhneigðra á Íslandi að setja sig í samband við skrifstofu Samtakanna ´78.  Endilega takið fram myndaalbúmin. Við leitum að alls konar myndum, gaman væri að fá myndir af böllum eða skemmtistöðum eða Félagsheimili samtakanna fyrr oG nú. Eins vantar myndir frá Hótel Vík þegar Íslensk lesbíska var og hét, myndir frá upphafi samtakanna og allar myndir sem tengjast málefninu. Þeir sem vilja veita okkur lið geta haft samband við skrifstofuna í síma 5527878 eða á netfanginu skrifstofa@samtokin78.is

-Samtökin ´78

 

Leave a Reply