Skip to main content
Fréttir

REYKJAVÍKURBORG STYRKIR HINSEGIN DAGA UM 12 MILLJÓNIR

By 22. mars, 2007No Comments

Borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og forseti Hinsegin daga í Reykjavík, Þorvaldur Kristinsson, undirrituðu í ráðhúsinu í dag nýjan þriggja ára samstarfssamning. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg styrkir Hinsegin daga um fjórar milljónir króna á ári næstu þrjú árin.

Borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og forseti Hinsegin daga í Reykjavík, Þorvaldur Kristinsson, undirrituðu í ráðhúsinu í dag nýjan þriggja ára samstarfssamning. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg styrkir Hinsegin daga um fjórar milljónir króna á ári næstu þrjú árin.

Hinsegin dagar taka að sér í samsvinnu við Höfuðborgarstofu, sem er framkvæmdaraðili borgarinnar á samningnum, að halda útihátíð í Reykjavík ár hvert sem er opin öllum borgarbúum og leggur sig fram um að kynna Reykjavík sem borg jafnréttis og menningar jafnt innanlands sem utan.

Reykjavíkurborg hefur frá upphafi verið aðalbakhjarl Hinsegin daga. Allt frá árinu 2000 hafa stjórnvöld í borginni sýnt hátíðinni mikinn skilning og hvatt forráðafólk hátíðarinnar áfram. Fyrsti langtíma samningur milli Hinsegin daga og borgarinnar var gerður til þriggja ára árið 2004 og hljóðaði hann upp á 1,6 milljónir króna á ári. Hækkun framlags Reykjavíkurborgar nú er því vegleg, eða um 150 prósent og sýnir staðfestan stuðning og þá trú ráðamanna í borginni að Hinsegin dagar séu mikilvægir í íslensku menningarlífi.

Aukinn stuðningur Reykjavíkurborgar gerir Hinsegin dögum kleift að standa enn betur að uppsetningu og kynningu á hátíðinni. Hinsegin dagar hafa á níu árum vaxið frá því að vera eins dags hátíð með 1.500 gestum, í fjögurra daga hátíð með yfir 50 þúsund gesti. Þetta hefði ekki verið hægt án stuðnings og mikils velvilja Reykjavíkurborgar.

Hinsegin dagar fara fram dagana 9. – 12. ágúst í ár. Að venju koma fjölmargir innlendir og erlendir listamenn fram á hátíðinni, en í ár ber fremstan að telja hinn heimsfræga Jimmy Somerville.

-Hinsegin dagar í Reykjavík

Leave a Reply