Skip to main content
search
Fréttir

Spánn – Giftingar samkynhneigðra verða leyfðar

By 24. mars, 2004No Comments

Frettir

 

Hinn nýji forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero, hefur lýst því yfir að hann sé hlyntur giftingum samkynhneigðra, að slík hjónabönd séu eðlileg og sjálfsögð í nútíma þjóðfélagi. Viðhorf almennings á Spáni til samkynhneigðra hefur lengi verið mun jákvæðara en meðal annara kaþólskra landa. Markmið Zapatero er að gera réttindi sambúðarfólks af sama kyni sem líkust þeim lögum sem gilda um gagnkynhneigða, eða fella staðfesta samvist inn í hjúskaparlöggjöfina. Lögleiðing hjónabanda samkynhneigðra var eitt af kosningaloforðum jafnaðarmanna í nýafstöðnum kosningum, en fráfarandi stjórn var staðföst í andstöðu sinni við þau. Það er því ekki aðeins í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ sem orðin er vík á milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og á Spáni með nýrri ríkisstjórn þar í landi.

Leave a Reply