Skip to main content
Fréttir

VIP KORTIN TIL SÖLU Á OPNU HÚSI

By 25. júlí, 2006No Comments

Á hverju ári bjóða Hinsegin dagar VIP kort til sölu í takmörkuðu upplagi. Kortin veita aðgang að öllum viðburðum Hinsegin daga sem selt er inn á og meira. Þau má kaupa á opnu húsi í félagsmiðstöð Samtakanna ’78 á mánudags- og fimmtudagskvöldu frá kl. 20:00 til 23:30, og á laugardagkvöldum frá kl. 21:00 til 01:00.

VIP kortið veitir aðgang að Eurovision dansleik á NASA fimmtudagskvöldið 10. ágúst, opnunarhátíðinni og pride partýinu í Loftkastalanum föstudaginn 11. ágúst og að kynjaböllunum á miðnætti á eftir opnunarhátíðinni. Þá veitir kortið aðgang að hátíðardansleikum á NASA laugardaginn 12. ágúst. Að auki fá VIP korthafar pride bolinn í ár og ýmsan nauðsynlegan pride varning.

Kortið kostar 5.900 krónur.

Leave a Reply