Skip to main content
search
Fréttir

Útvarp Gaysir – Ný útvarpsstöð fyrir samkynhneigða

Frettir Opnuð hefur ný gay útvarpsstöð. Að sögn þeirra Magnúsar Jóhanns Vilhjálmssonar og Skjalar Eyfjörð, en stöðin er rekin sem hugsjónafyrirtæki þeirra tveggja, er útvarpað er allan sólarhringinn tónlist sem á einhvern hátt slær á sameiginlega strengi í hjörtum lesbía og homma. Ef fólk hefur hugmyndir að efni í útvarpið þá eru allar tillögur vel þegnar og getur fólk sent tölvupóst á netfangið gaysir@email.is Einungis er útvarpað á netinu af heimasíðunni gaysir.tk. Þegar hlustað er á stöðina er aðeins um innlent niðurhal að ræða þannig að aðgangur hennar er ókeypis.

-HTS

Leave a Reply