Skip to main content
search
Fréttir

EYÐUM ÞEIM ÓRÉTTLÁTA MUN

By 13. júní, 2006No Comments

Við greiðum atkvæði um mál sem eyðir þeim óréttláta mun sem verið hefur á lagalegri réttarstöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra hér á landi. Það eru dæmi þess að Alþingi ryðji brautina og valdi viðhorfsbreytingu í þjóðfélaginu með lagasetningu og því má halda fram að lög um staðfesta samvist frá 1996 séu dæmi um slíkt mál. Það mál sem við erum hér með fyrir framan okkur og greiðum nú atkvæði um er hins vegar að mínu áliti dæmi um hið gagnstæða, þ.e. að viðhorfsbreytingin hefur átt sér stað en þingið fylgir á eftir og breytir lögum.

Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar mælir fyrir lögum um réttarstöðu samkynhneigðra 2. júní 2006

Leave a Reply