Skip to main content
search
Fréttir

LJÓSMYNDASÝNING OPNUÐ Í REGNBOGASAL

By 13. mars, 2008No Comments

Karla Dögg Karlsdóttir opnar ljósmyndasýningu í Regnbogasalnum 15. mars kl. 15. Karla hefur sýnt á nokkrum einkasýningar, m.a í Regnbogasal Samtakanna ’78 2003 og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga síðastliðin 10 ár. Karla vinnur í ólík efni – hlustar á það sem kallar á hana hverju sinni. Sýningin nú samanstendur af ljósmyndum sem teknar voru í fyrstu ferð Körlu til Berlínar. Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.

Karla Dögg Karlsdóttir opnar ljósmyndasýningu í Regnbogasalnum 15. mars kl. 15. Myndirnar eru teknar í hennar fyrstu ferð til Berlínar sumarið 2007.

Karla Dögg Karlsdóttir er fædd á Ísafirði 1964. Hún útskrifaðist úr Myndlista og handíðaskóla Íslands 1999, stundaði einnig nám í Kungliga konstakademin Stockhólmi 1998 og University of art and design, Helsinki 1999. Hún stundar nú kennaranám við Listaháskóla Íslands. Karla hefur sýnt á nokkrum einkasýningar, m.a í Regnbogasal Samtakanna ’78 2003 og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga síðastliðin 10 ár. Karla vinnur í ólík efni – hlustar á það sem kallar á hana hverju sinni.

-Samtökin ´78

 

 

 

 

Leave a Reply