Skip to main content
Fréttir

Samband ungra sjálfstæðismanna: – Fundur um réttindamál lesbía og homma

By 14. febrúar, 2005No Comments

Tilkynningar Samband ungra sjálfstæðismanna stendur fyrir málfundi um rétt samkynhneigðra til að frumættleiða börn og gangast undir tæknifrjóvganir. Fundurinn verður á Kaffi Viktor (efri hæð), fimmtudaginn 17. febrúar, næstkomandi, kl. 20:00. Framsögumenn verða Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu og Þóra Björk Smith, stjórnarmaður í Samtökunum 78. Fundarstjóri verður Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir.

Ljóst er að róttækar breytingar hafa orðið á lífi samkynhneigðra síðustu þrjátíu ár. Ýmsum þótti sem kaflaskil hefðu orðið á réttindabaráttu þeirra þegar lög um staðfesta samvist voru samþykkt árið 1996. Öðrum þykir ekki nóg að gert og telja að fordómar gagnvart samkynhneigðum séu enn of miklir á Íslandi og að hennar gæti því miður í löggjöf.

Samband ungra sjálfstæðismanna vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta á opinn málfund um þetta brýna mannréttindamál.

Nánari upplýsingar veitir:
Hafsteinn Þór Hauksson, formaður SUS, í síma 869-5500.

Leave a Reply