Skip to main content
Fréttir

Foreldrar og aðstandendur samkynhneigðra – Þegar börn okkar segja frá samkynhneigð sinni

Tilkynningar Laugardaginn 17. mars n.k. verður fræðslufundur á vegum foreldra- og aðstandendahópsins sem starfar á vettvangi Samtakanna ?78. Fundurinn verður haldinn í Regnbogasal Samtakanna ´78, Laugavegi 3, og hefst kl. 16:00.

Á fundinum fjallar Ingibjörg S. Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur um bókina Coming out to Parents, en höfundur hennar er Mary V. Borhek. Ingibjörg mun fjalla um það tímabil þegar samkynhneigðir segja foreldrunum frá kynhneigð sinni. Bókin leiðir okkur í gegnum sorgarviðbrögð sem tekur tíma að vinna úr saman. Þetta er efni sem á erindi við okkur öll.

Samkynhneigðir og aðstandendur eru hvattir til að mæta. Fundurinn er öllum opinn.

Leave a Reply