Skip to main content
Fréttir

LÖG SEM HEIMILA PRESTUM OG FORSTÖÐUMÖNNUM TRÚFÉLAGA AÐ STAÐFESTA SAMVIST SAMKYNHNEIGÐRA TAKA GILDI Í DAG

By 27. júní, 2008No Comments

Í dag taka í gildi lög sem heimila prestum og forstöðumönnum trúfélaga að staðfesta samvist samkynhneiðgra. Form um staðfesta samvist var kynnt á prestastefnu 2008 sem haldin var í Seljakirkju í júní. Biskup Íslands lagði formið fram og hvatti presta sem staðfesta samvist til að nota þetta form þegar þeir fá til þess heimild með lagabreytingu sem tekur gildi í dag, þann 27. júní 2008.

Form um staðfesta samvist var kynnt á prestastefnu 2008 sem haldin var í Seljakirkju í júní. Biskup Íslands lagði formið fram og hvatti presta sem staðfesta samvist til að nota þetta form þegar þeir fá til þess heimild með lagabreytingu sem tekur gildi í dag, þann 27. júní 2008.

 

Með samþykkt þess verður Þjóðkirkjan fyrsta þjóðkirkja í heimi sem getur lagalega gefið saman samkynhneigð pör og þetta eru vissulega merkileg tímamót. Lögð var áhersla á að ekki þyrfti að bíða eftir því að form eða ritúal væri til fyrir þessa athöfn þegar lögin taka gildi og er gleðilegt að það skuli nú liggja fyrir.

 

 

Kirkjuleg athöfn

Form fyrir staðfestingu samvistar er byggt upp á sama hátt og allrar kirkjulegar athafnir.

Forsenda kirkjulegra athafna er að trúað fólk sem tilheyrir kirkjunni og vill leggja málefni sín fyrir Guð á eyktamörkum ævinnar og á stundum gleði og sorgar  geti gert það, frammi fyrir augliti Guðs og  manna. Einkenni þessara athafna er að þar er tilefnið nefnt í bæn til Guðs, þar eru  lesin ákveðin ritningarorð úr Biblíunni, þar eru sungnir sálmar og  aðrir söngvar  sem falla að tilefni athafnarinnar og þar er hið tiltekna málefni borið fram, þ.e. börn eru skírð og fermd, pör staðfesta samvist, hjón ganga í hjónaband, látnir eru kvaddir og jarðsettir, og í lokin taka þau sem viðstödd eru á móti blessun Guðs.

 

Formið fyrir staðfestingu samvistar byggir á þessum grundvallarþáttum. Þar er signing og bæn og sálmur, ritningarlestrar og ávarp eða hugleiðing prestsins sem leiðir athöfnina.  Svo tekur  parið sér stöðu fyrir altari ásamt svaramönnum, og svarar fyrst spurningunni um það hvort það vilji stofna til staðfestrar samvistar, sem hljóðar svo:

P  Nú spyr ég þig NN hvort þú viljir stofna til samvistar við NN sem hjá þér stendur

 

Síðan er parið spurt hvort það vilji með Guðs hjálp byggja samaband sitt á gagnkvæmri tryggð, elsku og virðingu og hljóðar sú spurning svo:

Vilt þú með Guðs hjálp reynast honum/ henni trúr, elska hann/ hana og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?

 

Valmöguleiki sem er nýjung

Í stað síðari spurningarinnar getur parið ef vill lýst vilja sínum og ásetningi með þeim hætti að lesa sjálft texta þess efnis í stað þess að svara spurningu prest með jáyrði. Þetta er nýjung hér á landi en á sér fyrirmyndir erlendis. Ekki er ólíklegt að sams konar möguleiki komi inn fyrir hjónavígsluformið við endurskoðun handbókar kirkjunnar.  Textinn hljóðar svo:

 

P  Takist í hendur og lýsið yfir ásetningi ykkar um tryggð og trúfesti með því að hafa yfir eftirfarandi orð:

 

NN segir: N ég nefni nafnið þitt í kærleika og gleði, frammi fyrir augliti Guðs og þessa safnaðar. Þú hefur heitið því að deila þínu lífi með mínu um alla framtíð. Ég heiti þér tryggð og trúfesti. Ég vil standa með þér alla daga erfiða sem auðvelda, og vil leitast við að ganga með þér á vegum Guðs. Ég bið að Guð leiði okkur í Jesú nafni.

 

NN endurtekur

 

 Eftir þetta getur parið skiptst á hringum.  Því næst segir p
resturinn:

 

Gefið nú hvor öðrum / hvor annarri hægri hönd ykkar þessum sáttmála til staðfestu.

Þá lýsir presturinn yfir staðfestingu á því sem játað hefur verið frammi fyrir Guði og söfnuðinum (viðstöddum). Síðan er kropið til bænar, með handayfirlagningu og blessun.

 

Þrjár meginstoðir

Form til staðfestinu samvistar á sér rætur í blessun staðfestrar samvistar, hjónavígsluformi og lögformlegum gerningi sýslumanns.

 

Umgjörð athafnarinnar, þ.e. ávarp, bænir og  ritningarlestrar er tekin úr  fyrirliggjandi formi fyrir blessun staðfestrar samvistar.

 

Hin lögformlega spurning: Nú spyr ég þig …osfrv. er  samhljóða þeirri spurningu sem notuð er hjá sýslumanni en síðari spurningin er samhljóða spurningunni þegar hjón eru gefin saman.  En þar er sem fyrr segir  sá valkostur að sú spurning geti verið í formi yfirlýsingar af beggja hálfu, ef parið kýs að hafa það svo.

 

Orðalag um afhendingu hringa er eins og í hjúskaparritualinu, sem og yfirlýsingin um  hina lögformlegu stofnun samvistarinnar, að því leiti sem mögulegt er.  Niðurlag athafninnar er síðan eins og í blessunarforminu.

 

Hér má nálgast formið fyrir kirkjuathöfnina. Megi það verða til gleði og gæfu þeim elskendum sem vilja stíga það mikilvæga skref að gefast þeim sem þau elska og heita ævilangri tryggð og trúfesti.

 

Sr. Kristján Valur Ingólfsson

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir

 

 

 

Leave a Reply