Skip to main content
search
Fréttir

HOMMI Á VERÐLAUNAPALLI Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Í PEKING

By 5. september, 2008No Comments

Hommar og lesbíur eru sífellt að verða meira áberandi í íþróttalífinu. Enn er þó lítið um að samkynhneigðir einstaklingar á meðal helsta afreksfólks íþróttanna opinberi kynhneigð sína. Á þessu eru þó ánægjulegar undantekningar.

Hommar og lesbíur eru sífellt að verða meira áberandi í íþróttalífinu. Enn er þó lítið um að samkynhneigðir einstaklingar á meðal helsta afreksfólks íþróttanna opinberi kynhneigð sína. Á þetta sérstaklega við um homma, enda hafa lesbíur verið mun óhræddari við að stíga fram. Nokkrir hommar hafa þó stígið fram eftir að hafa lokið íþróttaferli sínum og er NBA körfuboltastjarnan John Amaechi sem kom út í byrjun árs 2007 líklega hvað frægastur þeirra. 

Á þessu eru þó ánægjulegar undantekningar. Matthew Mitcham er gott dæmi um það en hann vann til verðlauna á Ólympíuleikunum í Peking sem lauk nú nýverið. Mitcham vann gullverðlaun í dýfingum og varð þannig fyrsti Ástralinn til þess að vinna slík verðlaun 84 ár. Glöggir áhorfendur leikanna gátu ennfremur séð kærasta Mitcham á meðal áhorfenda á leikunum hvar hann studdi mann sinn af kappi. Vonandi sjáum við fleiri samkynhneigðar hetjur á Ólympíuleikunum í London 2012! 

Sjá nánari upplýsingar á:

http://en.wikipedia.org/wiki/John_Amaech
http://gaysocialites.com/2008/08/sole_gay_takes_gold_and_makes.html

Leave a Reply