Skip to main content
Fréttir

Dragkeppni Íslands

By 25. júlí, 2005No Comments

Tilkynningar Dragkeppni Íslands er nú haldin í áttunda sinn. Að þessu sinni mun keppnin þjófstarta Hinsegin dögum, á Gauki á Stöng miðvikudagskvöldið 3. ágúst kl. 21:00.

Sú nýlunda er á keppninni í ár að bæði kynin keppa, þ.e. Dragdrottningar á móti Dragkóngum. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Dragkóngar konur sem koma fram í karlmannsgervi.

Það er afar fátítt að kynjunum sé att hvort gegn öðru með þessum hætti, að minnsta kosti hefur það aldrei verið gert á Íslandi.

Kynnir kvöldsins er Helga Braga Jónsdóttir og dómnefnd skipa nokkrir þjóðþekktir einstaklingar, en nöfn þeirra eru hernaðarleyndarmál.

-Bjössi og Georg

Leave a Reply