Skip to main content
search
Fréttir

ÆFING HJÁ HLAUPAHÓPI

By 29. júní, 2007No Comments

Áhugasamir meðlimir í Samtökunum ´78 um skokk og hreyfingu hafa ákveðið að koma á fót hlaupaklúbbi með það að markmiði að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu þann 18. ágúst næstkomandi.

Bæði vanir og óvanir eru velkomnir. Mestu máli skiptir að koma og vera með í skemmtilegum félagsskap og velja hraða sem hentar hverjum einstakling fyrir sig. Flestir stefna á að hlaupa a.m.k. 10 km en hægt er að æfa fyrir skemmtiskokk (vegalengd 3 km), 10 km hlaup, hálft maraþon (vegalengd 21 km) eða heilt maraþon (vegalengd 42 km).

Hlaupið er frá Sundlaug Vesturbæjar kl. 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Liðstjóri er Halla Frímannsdóttir, frístundaráðgjafi.
Hægt er að hafa samband við hana í síma 695-8283 eða senda henni póst á netfangið: halla.frimannsdottir@reykjavik.is

-Samtökin ´78

 

Leave a Reply