Skip to main content
search
Fréttir

ÁHUGAVERÐ ERINDI Í STÚDENTAKJALLARANUM

By 26. apríl, 2007No Comments

Samfélagið, félag framhaldsnema við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, verður með samdrykkju í kvöld á Stúdentakjallaranum. Kennari og nemandi úr félagsfræðiskor munu halda áhugaverða fyrirlestra.

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir dósent við Félagsfræðiskor mun fjalla um Queer theories, eða Hinsegin kenningar, en þær gagnrýna tvískiptingu karl/konu hugtaksins. Kenningarnar færa rök fyrir því að það sé allt of mikil einföldun að tala einungis um tvö kyn. Hún mun einnig koma inná hugmyndir Michel Foucault um á hvern hátt stjórnvöld nota hugmyndir um kynhneigð (sexuality) sem tæki til ögunar.

Harpa Njáls, félagsfræðingur M.A og doktorsnemi við félagsvísindadeild Háskóla Íslands mun fjalla um viðhorf samfélags til samkynhneigðra. Byggt er á umfjöllun Parson (1951) um félagskerfi samfélags (social systems) virkni þess og hlutverk. Einnig er sjónum beint að mikilvægi félagstengsla
fyrir einstaklinga innan fjölskyldu, vinahóps og skóla (Durkheim, 1951). Viðhorf og gildi eiga rætur í menningu samfélaga, þau eru innrætt og viðhaldið með félagsmótun og taumhaldi. Niðurstöður sýna að stofnanir samfélagsins Kirkjan, Alþingi og skólinn gegna lykilhlutverkum. Alþingi Íslendinga hefur skilað réttindabaráttu samkynhneigðra miklum áföngum með lagasetningu sem tvímælalaust hefur haft áhrif á viðhorf og gildismat samfélagsins gagnvart samkyn¬hneigðum, meðan þjóðkirkjan er hvorki samstiga þjóðinni né Alþingi. Fræðslu er þörf í skólum landsins, bæði fyrir börn og unglinga og ekki síður kennara og starfsmenn skóla, sem þurfa að mæta ólíkum viðhorfum og aðstæðum, styðja við fjölbreytileika mannlífsins og draga úr fordómum.

-Samfélagið

Leave a Reply