Skip to main content
search
Fréttir

SAMKYNHNEIGÐ Á INDLANDI OG BIRTINGARMYNDIR HENNAR Í INDVERSKUM BÓKMENNTUM

By 22. maí, 2008No Comments

ASÍS – Asíusetur Íslands býður til fyrirlestrar mánudaginn 26. maí, 2008, kl. 12:00, í stofu 225 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands sem nefnist “Samkynhneigð á Indlandi og birtingarmyndir hennar í indverskum bókmenntum”.

ASÍS – Asíusetur Íslands býður til fyrirlestrar mánudaginn 26. maí, 2008, kl. 12:00, í stofu 225 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands sem nefnist:

Samkynhneigð á Indlandi og birtingarmyndir hennar í indverskum bókmenntum

Í erindi sínu gerir Hoshang Merchant grein fyrir aðstæðum og sjálfsmynd samkynhneigðra á Indlandi samtímans og tekur í því tilliti dæmi úr verkum þekktra indverskra rithöfunda sem skrifa á ýmsum indverskum tungumálum. Þar með veitir hann óvenjulega innsýn inn í líf samkynhneigðra karlmanna í indverskum bæjum og þorpum.

Hoshang Merchant hlaut doktorsgráðu í bókmenntum frá Purdue háskóla 1981 en í doktorsritgerð sinni, sem síðar kom út undir heitinu In-descretions, fjallaði hann um verk Anais Nin. Hann hefur komið víða við og búið og kennt í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Íran og Ísrael, auk heimalands síns, en þar er hann nú prófessor í enskum bókmenntum við Hyderabad háskóla. Hann er einnig skáld og gagnrýnandi, hefur gefið út átta ljóðabækur og ritstýrði fyrsta safnriti Indlands um bókmenntir samkynhneigðra, Yaraana: Gay Writing from India (Nýja Delí: Penguin 1999).

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Nánar á þessari vefslóð, og hér á ensku.

 

 

Leave a Reply