Skip to main content
Fréttir

INGUNN SNÆDAL HLAUT BÓKMENNTAVERÐLAUN TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR

By 6. október, 2006No Comments

Ingunn Snædal hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, veitti í dag í Höfða Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í sjöunda sinn. Besta verkið að mati dómnefndar ber heitið: Guðlausir menn – Hugleiðingar um jökulvatn og ást, eftir Ingunni Snædal. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá 1994 til 2004.

Borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, veitti í dag í Höfða Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í sjöunda sinn. Besta verkið að mati dómnefndar ber heitið: Guðlausir menn – Hugleiðingar um jökulvatn og ást, eftir Ingunni Snædal. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá 1994 til 2004.

Áður mátti veita verðlaunin fyrir óprentað handrit frumsamið á íslensku, þ.e. skáldsögu, smásagnasafn, ljóðabók eða leikrit. Samkvæmt nýjum reglum verða þau nú veitt árlega og einungis fyrir óprentað handrit að ljóðabók. Alls bárust 49 handrit að þessu sinni.

Ingunn hefur sent frá sér eina ljóðabók áður, ,,Á heitu malbiki”, árið 1995. Ingunn er grunnskólakennari að mennt og hefur kennt undanfarin ár í Reykjavík og úti á landi. Ingunn stundar nú M.Paed nám í íslensku við Háskóla Íslands.

                                                        Úr umsögn dómnefndar:

„Handritið, sem er í senn heildstætt og fjölbreytt, felur í sér ferðasögu og ástarsögu. Ljóðmælandinn er ung kona sem heldur austur á land á æskuslóðirnar til að vera við jarðarför ömmu sinnar. Í ljóðunum birtast okkur myndir af æsku hennar og heimabyggð, ást og samkynhneigð, fjölskyldu, samfélagi og þjóðlífi. Höfuðviðfangsefnin, ást og dauði, eru sígild, en um leið eru ljóðin sprottin beint uppúr samtíð okkar þar sem fyrir augu ber umdeildar virkjanaframkvæmdir, réttindi samkynhneigðra og dægurmenningu, auk þess sem smáskilaboð símans verða hér að nýju ljóðformi. Stíll ljóðanna er tær og einfaldur, skáldið talar beint til hjartans, hlífir hvorki sér né öðrum og gefur lesandanum jöfnum höndum af sárri reynslu og ljúfri.“

Dómnefnd um verðlaunin skipuðu: Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur og formaður dómnefndar, tilnefndur af borgarráði, Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur, tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur, tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands.

-mbl.is

Leave a Reply