Skip to main content
search
Fréttir

LEIKHÓPURINN Á SENUNNI KYNNIR: PARIS AT NIGHT

By 4. nóvember, 2008No Comments

Leikhópurinn Á senunni snýr aftur og nú með tónleika byggða á hinni frábæru sýningu Paris at night sem hópurinn setti upp árið 2004 í samvinnu við LR í Borgarleikhúsinu. Tónleikarnir verða haldnir í Salnum í Kópavogi 4. og 5. nóvember og í Samkomuhúsinu á Akureyri 12. nóvember 2008. Miðasalan er hafin á www.salurinn.is, hjá Leikfélagi Akureyrar www.leikfelag.is og fer í sölu á www.midi.is á næstu dögum. Miðaverði er mjög stillt í hóf.

Paris at night

 

Tónleikar í Kópavogi og á Akureyri í nóvember!

 

Leikhópurinn Á senunni snýr aftur og nú með tónleika byggða á hinni frábæru sýningu Paris at night sem hópurinn setti upp árið 2004 í samvinnu við LR í Borgarleikhúsinu.  Tónleikarnir verða haldnir í Salnum í Kópavogi 4. og 5. nóvember og í Samkomuhúsinu á Akureyri 12. nóvember 2008.  Miðasalan er hafin á www.salurinn.is, hjá Leikfélagi Akureyrar www.leikfelag.is og fer í sölu á www.midi.is á næstu dögum.  Miðaverði er mjög stillt í hóf.

 

Paris at night er byggt á ljóðum Jacques Prévert og tónlist Joseph Kosma. Þýðingar ljóðanna eru eftir Sigurð Pálsson. Leikarar/söngvarar í sýningunni eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Felix Bergsson .  Sérstakur gestur á tónleikunum er Edda Þórarinsdóttir en hún lék og söng hlutverk Edith Piaf hjá Leikfélagi Akureyrar sællar minningar.  Hljómsveitin er undir stjórn Karls Olgeirssonar, en auk hans eru í henni Róbert Þórhallsson og Stefán Már Magnússon.  Texti um Jacques Prévert verður fluttur af Gerard Lemarquis.  Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir.  Þess má geta að Karl Olgeirsson mun semja nýja tónlist við nokkur ljóða Prévert sérstaklega fyrir tónleikana.

 

Paris at night gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu vorið og haustið 2004 og var sýningin tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir bestu tónlistina það árið.  Plata með tónlistinni og völdum ljóðum kom út haustið 2004.  Hana er enn hægt að nálgast hjá hópnum.  Ljóðaþýðingar Sigurðar Pálsson, Ljóð í mæltu máli, eru uppseldar.

Dómar gagnrýnenda um sýninguna voru lofsamlegir.

 

“Perla!”  (Stefán Sturla, Rás 2)

 

“Kolbrúnu Halldórsdóttur hefur tekist að búa til (…) sýningu sem tekst að kalla fram hinn hreina og tæra kjarna sem einkennir ljóð Jacques Préverts…”

“Kannski er það vegna þess að rödd Jóhönnu Vigdísar fellur svo vel að efninu eða ef til vill vegna þess að efnið kallar á slíka rödd – a.m.k. er auðvelt að sannfærast um að einmitt svona eigi að syngja þessi ljóð í hvert sinn sem Jóhanna Vigdís hefur upp raust sína í sýningunni.”

“Hér er eins og maður hafi fest hendur á einhverju sönnu og tæru eftir að hafa vaðið endalaust um í ótræðismýri falskra tilfinninga og ofhlæðis.  Hér finnst loks hinn eini sanni tónn eftir óralanga leit.” (Sveinn Haraldsson, Mbl.)

 

Tónleikarnir verða eins og áður sagði í 4. og 5. nóvember í Salnum í Kópavogi og 12. nóvember Samkomuhúsinu á Akureyri.  Miðasala verður hjá Salnum, Leikfélagi Akureyrar og á www.midi.is   Nánari upplýsingar og beiðni um viðtöl má nálgast hjá Leikhópnum Á senunni, sem heldur upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir.

 

Leikhópurinn Á senunni – www.senan.is   

senan@senan.is  sími – 861 9535 ( Felix Bergsson )

Leave a Reply