Skip to main content
search
Fréttir

MEÐ HINSEGIN AUGUM: OLIVER PHILLIPS FLYTUR OPINN FYRIRLESTUR Í HÁSKÓLA ÍSLANDS

By 17. janúar, 2008No Comments

Í tilefni af þrjátíu ára afmæli sínu á þessu ári efna Samtökin ´78 til fyrirlestraraðar í Háskóla Íslands á vormisseri í samvinnu við ýmsar deildir og stofnanir skólans. „Með hinsegin augum“ er yfirskrift raðarinnar og þar flytja sex fræðimenn, íslenskir og erlendir, hádegisfyrirlestra á sviði hinsegin fræða. Umræðuefnin tengjast jafnframt ólíkum fræðigreinum, svo sem bókmenntum, tónlist, lögfræði, heimspeki og uppeldisfræðum.

 

Föstudaginn 28. mars heldur Oliver Phillips, lögfræðingur og stjórnmálafræingur frá Bretlandi, fyrirlestur sem hann nefnir

 

SEXUAL RIGHTS – FROM MARGINAL TO MAINSTREAM AND TO WHAT END?What can we learn from Zimbabwe and South Africa?

 

Í fyrirlestri sínum ræðir Oliver Phillips um samband kynhneigðar og þjóðernisvitundar meðal þjóða sem lengi lifðu í skugga nýlendukúgunar og líta gjarnan á umræðu um samkynhneigð sem enn einn ófögnuðinn að utan. Sem fræðimaður, hommi og baráttumaður spyr Oliver Phillips spurninga um samband kynhneigðar og  þjóðernisvitundar, hvernig þessir þættir tengist umræðunni um mannréttindi, hvort almenn mannréttindabarátta vinni gegn hómófóbíu og misrétti og skapi ástinni þannig betri lífsskilyrði.

 

Oliver Phillips nam lögfræði og stjórnmálafræði við Háskólann í Cape Town og lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Cambridge, Englandi. Hann er nú háskólakennari við lagadeild Westminster-háskóla í London. Rannsóknir hans beinast einkum að löggjöf, mannréttindum og kynhneigð. Hann er stofnandi mannréttindasamtaka homma og lesbía í ættlandi sínu, Zimbabwe, og aðstoðar samkynhneigða landa sína sem leita hælis í Bretlandi.

 

Um efni sitt segir Oliver Phillips:

 

The relationship between sexuality and human rights is not necessarily an easy one – there are frequently contradictions and tensions between gaining and transforming respectability, and between relying on privacy for protection while using visibility to challenge inequality.  In many different countries, resistance to homosexual rights has often relied on the notion that homosexuality is ‘foreign’ and being imposed by global forces. Much of my life and work has been situated in Zimbabwe and South Africa, where the history of colonialism gives this claim of “foreign corruption” the added strength of anti-imperialist politics. As a gay activist and a legal scholar researching sexuality and rights, I could be said to personify this corrupting bogeyman.

 

In this lecture, I intend to engage with this accusation, to discuss the role of sexuality in national identity, and to consider critically the relationship between sexuality and human rights.  Can human rights pave the way to better sexual relations, fighting homophobia and discrimination, when they persistently present us with the challenge of resolving these same tensions across different regions?

 

Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12:15 á hádegi. Allir eru velkomnir.

 

-Samtökin ´78

 

 

 

 

 


 

Leave a Reply