Skip to main content
search
Fréttir

Vinsælt bókasafn

By 30. maí, 2004No Comments

Frettir Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan almenningsbókasafn Samtakanna ´78 hlaut varanlega andlitslyftingu og gjörbreytti um svip. Ný húsgögn voru keypt til safnsins og við það breyttist allt viðmót þess og möguleikar til þjónustu við gesti. Nú í vetur fluttist allur gagnagrunnur safnsins og útlánakerfi á Gegni ásamt fjölda annarra almenningsbókasafna svo nú er safnkosturinn sýnilegur þeim sem leita upplýsinga á Gegni á Netinu. Um þessar mundir hefur safninu bæst við myndarlegur safnkostur kvikmynda á DVD og myndbandi sem á einn eða annan hátt tengist sögu og reynslu samkynhneigðra, bæði leiknar myndir og heimildarmyndir.

Vaxandi aðsókn

Bókasafn Samtakanna ´78 var stofnað 1. maí 1987 og hefur síðan vaxið jafnt og þétt. Á síðasta ári jukust eignir bókasafnsins umfram afskriftir um 11%. Ellefu tímarit berast safninu ókeypis en fjögur í innkaupum. Heildarútlán safnsins jukust um 26.6% frá fyrra ári en langbestu útlánamánuðir var tímabilið júní?október og tengist það að einhverju leyti endurbótunum í júní 2003, svo og þeirri staðreynd að venja er að kaupa inn megnið af nýju efni á vorin og í byrjun sumars. Gestakomur á safnið voru 2117 og jukust þær um 37% milli ára.

Ljóst er að bætt þjónusta laðar að gesti sem taka að láni fræðibækur, skáldskap og kvikmyndir. Þá koma margir á safnið til að glugga í úrklippusafnið sem geymir megnið af því efni sem birst hefur á prenti í dagblöðum og tímaritum um samkynhneigð síðustu þrjátíu ár.

Opnunartímar

Bókasafn Samtakanna ´78 er opið gestum til útlána á mánudögum og fimmtudögum kl. 20?23, en fræðimenn og háskólanemendur við rannsóknarvinnu geta nýtt sér þjónustu safnsins á öðrum tímum í samráði við framkvæmdastjóra félagsins. Jón Sævar Baldvinsson, bókasafnsfræðingur, stýrir rekstri safnsins.

Leave a Reply